Skíðlogaði í miðju Víkurskarði

Ljósmynd/Lárus

Hurð skall nærri hælum þegar kviknaði í vélknúnu þríhjóli í Víkurskarði um miðjan dag í gær. Danskur ferðalangur var þar á ferð, á leið áleiðis í veg fyrir ferjuna á Seyðisfirði. Vélhjólið er bensínknúið, 1,1 hestafl að stærð en ekki vildi betur til en svo á leið upp Víkurskarðið að vélin ofhitnaði með þeim afleiðingum að plast bráðnaði niður í pústgrein og kviknaði í því. Náði eldurinn að breiðast út en tilraunir vegfarenda til að slökkva hann tókust ekki þannig að hjólið brann til kaldra kola.

Tjónið er nokkurt fyrir ferðamanninn, því auk þess að missa fararskjóta sinn tapaði hann farangri sínum að mestu leyti. Lögregla og slökkvilið komu á staðinn en eldur hafði náð að breiðast út í sinu við vegkantinn sem liðsmenn slökkviliðs slökktu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert