Samfylkingin, Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn hafa ákveðið að leggja sameiginlega fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðsluna um fjölmiðlafrumvarpið. Frumvarpið á að vera tilbúið áður en þingið kemur saman og hvorki verður gert ráð fyrir auknum meirihluta né lágmarks þátttöku. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.
Þá kom fram í fréttum RÚV að unnið sé að stofnun þjóðarhreyfingar gegn fjölmiðalfrumvarpinu og standi vonir til þess að hún verði bráðlega stofnuð. Unnið sé að því að koma á fót sérfræðingahópi til að vinna álit um fyrirkomulag og tímasetningu kosninganna vegna fjölmiðlafrumvarpsins.