Forseti gerir ekki ráð fyrir að greiða atkvæði um fjölmiðlalögin

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þvertekur fyrir að nokkurt samband sé á milli synjunar fjölmiðlalaga og þess að forstjóri Norðurljósa hafi áður starfað að framboðsmálum hans. Endalega ákvörðun um að synja lögunum staðfestingar hafi hann tekið einn og óstuddur eftir að Alþingi samþykkti lögin, að því er fram kom í fréttum RÚV. Þá kom fram að forsetinn gerir ekki ráð fyrir því að greiða atkvæði sjálfur þegar fjölmiðlalögin verða borin undir atkvæði. Ákvörðun hans um að synja lögunum staðfestingar fæli ekki í sér efnislega afstöðu til laganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert