Stjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi

Stjórnarflokkarnir tveir hafa bætt við sig fylgi samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið hefur gert. Fylgi Sjálfstæðisflokks er nú 35,7% samkvæmt könnuninni en í könnun blaðsins 20. maí mældist fylgi flokksins um 25%. Fylgi Framsóknarflokksins er 9,5% samkvæmt könnuninni nú.

Fylgi Samfylkingar mælist nú 32,9% en var rúmlega 41% í könnun blaðsins í maí. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist nú 15% og fylgi Frjálslynda flokksins 6,8%. Grænir eru einnig aðeins að missa flugið miðað við niðurstöður síðustu kannanna.

Blaðið segir að hringt hafi verið í 800 manns og var þeim skipt hlutfallslega jafnt eftir kyni og kjördæmum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert