Ólafur Ragnar heldur sig til hlés

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur haldið sig til hlés í kosningabaráttunni svo hinir frambjóðendurnir tveir, Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, fái meira svigrúm til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, að sögn Ólafíu B. Rafnsdóttur, starfsmanns forsetaframboðs Ólafs Ragnars.

"Mitt starf felst aðallega í því að ræða við ykkur fréttamenn," sagði hún í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Kvaðst hún ennfremur sjá m.a. um meðmælendalista vegna framboðsins, sem og skipulagningu varðandi umboðsmenn og talningarmenn í öllum kjördæmum landsins.

Ólafur Ragnar Grímsson verður ásamt þeim Baldri Ágústssyni og Ástþóri Magnússyni í beinni útsendingu í Kastljósi Sjónvarpsins annað kvöld og í Íslandi í dag á Stöð 2.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert