Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra óskar forseta Íslands til hamingju með kosninguna, en Morgunblaðið náði sambandi við Halldór þar sem hann er á leiðtogafundi NATO í Istanbúl.
"Mér finnst að búið sé að draga forsetaembættið inn í pólitísk dægurmál. Það var alltaf hugmyndin að forsetaembættið stæði utan við það og það er forsenda þess að það geti ríkt friður um það, og ég hef áhyggjur af því," sagði Halldór að lokum.