Þjóðarhreyfing: Engar takmarkanir á kosningarétti í formi lágmarksþátttöku í íslenskum lögum

Svonefnd Þjóðarhreyfing, breytilega skipaður sérfræðingahópur sem er mótfallin samþykkt fjölmiðlalaganna, bendir á að hvergi í íslenskum lögum, fyrr og nú, sé að finna takmarkanir á kosningarétti í formi lágmarksþáttöku, að undantekinni 81. grein stjórnarskrárinnar nr 33/1944, en sú atkvæðagreiðsla hafi tengst einu löngu liðnum atburði. Í dag var kynnt skýrsla viðbragðshóps sérfræðinga Þjóðarhreyfingarinnar um álitaefni tengd þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðarhreyfingin segir ekkert benda til annars en að í þjóðaratkvæðagreiðslum beri að fara eftir almennum ákvæðum kosningalöggjafarinnar um kosningaskilyrði eins og þau eru orðuð á hverjum tíma. .

Þá segir Þjóðarhreyfingin að í þau skipti sem þjóðaratkvæðagreiðslur hafi farið fram á Íslandi hafi aldrei verið gerð krafa um lágmarkshlutfall kjósenda né heldur um aukinn meirihluta. Segir hreyfingina að verðai þátttökulágmark sett tiltölulega hátt séu allar líkur til þess að dómstólar mundu telja það fara í bága við 26. grein stjórnarskrárinnar og jafnvel brjóta gegn jafnræðisákvæði 65. greinar hennar.

Þá leggur Þjóðarhreyfingin áherslu á að nauðsynlegt sé að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram vegna atkvæðagreiðslunnar svo jafns réttar sé gætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert