Vegfarendur í Mosfellsbæ urðu varir við reyk sem kom út úr húsi við Miðholt um tíuleytið í gærkvöldi. Þeim tókst að komast inn í íbúðina sem var mannlaus og bera út sófa sem kviknað hafði í, að sögn lögreglu. Slökkvilið var svo kallað á vettvang til að reykræsta.