Talsvert tjón varð í nótt er eldur kom í áhaldahúsi hjá Selfossveitum, austast á Selfossi, að sögn lögreglu í bænum. Tilkynnt var um að kviknað væri í húsinu rétt eftir klukkan eitt í nótt. Slökkvilið Árborgar fór á staðinn og lauk slökkvistarfi um hálffjögur í nótt. Að sögn lögreglu er ekki vitað hvað orsakaði brunann.