Bilun varð í þjóðskrá landsmanna í gærdag, með þeim afleiðingum að hátt í fimm hundruð manns voru skyndilega skráð látin. "Ég ætlaði að leita upplýsinga í þjóðskránni í tengslum við mál einstaklings sem verið hafði hjá mér á skrifstofunni og ég þekki persónulega," segir kona í samtali við Morgunblaðið, en hún var meðal þeirra sem uppgötvuðu bilunina.
"Mér varð ekki um sel þegar ég sá að viðkomandi var skráður látinn, og ákvað að hringja í manninn, sem svaraði um hæl í símann sinn." Segir hún hafa staðið í þjóðskránni að maðurinn hefði látist 7. júlí.