Nú er lögregluþjónninn á Vopnafirði farinn í sumarleyfi og því löggæslulaust á staðnum. Auglýst var eftir afleysingamanni, en árangurslaust.
Á meðan sumarleyfi lögregluþjónsins varir mun lögreglan á Seyðisfirði annast löggæslu á Vopnafirði og í Bakkafirði og hafa heimamenn af þessu áhyggjur og segja mannaflamál löggæslunnar fyrir neðan allar hellur.