Níu ára drengur meðvitundarlaus og í öndunarvél

Níu ára drengur, sem sóttur var alvarlega slasaður til Kulusuk á Grænlandi, liggur meðvitundarlaus á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og er í öndunarvél. Drengurinn hlaut mikla höfuðáverka er járnplata féll á hann.

Slökkvilið Akureyrar fékk beiðni um sjúkraflug til Kulusuk rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Sjúkraflutningamaður og tveir læknar, svæfingalæknir og deildalæknir, fóru í flugið með Metró flugvél Flugfélags Íslands.

Lent var á flugvellinum í Kulusuk og þaðan flogið með þyrlu til Ammassalik að sækja drenginn. Flogið var síðan með hann til Reykjavíkur og lenti vélin þar á sjöunda tímanum í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert