Tveir erlendir ferðamenn sluppu ómeiddir er bílaleigubíll sem þeir voru á hafnaði utan vegar skammt frá Tjörn á Skaga á þriðja tímanum í dag. Ekki er ljóst hvað varð til þess að bíllinn hafnaði utan vegar en vegurinn er malarvegur. Mikið tjón varð á bílnum.