Lítilli einkaflugvél af gerðinni Piper Super Cub hlekktist á í lendingu og hvolfdi við afleggjara skammt frá Hjálparfossi í Þjórsárdal í morgun. Talið er að einungis flugmaðurinn hafi verið um borð og mun hann ekki hafa slasast.
Flugvélin fór frá Reykjavík í morgun og var áfangastaðurinn í Þjórsárdal. Tilkynning um óhappið barst lögreglunni á Selfossi klukkan 9:35 í morgun. Fulltrúar Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) eru komnir á vettang. Varðstjóri hjá lögreglunni kvaðst rétt í þessu ekki geta sagt til um hvað fór úrskeiðis, lögreglumenn frá Selfossi væru enn á vettvangi við athuganir.