Tíu ára drengur var fluttur á slysadeild eftir að hann varð fyrir bíl þar sem hann var á gangi í Síðumúla í Reykjavík um eittleytið í dag. Drengurinn lenti undir bílnum og hlaut brunasár. Hann slapp við beinbrot, innvortis meiðsl og höfuðáverka, að sögn læknis á slysadeild. Hann var fluttur á Landspítala við Hringbraut þar sem gert er að brunasárunum. Ekki er ljóst hvernig slysið vildi til.