Hvalfjarðargöng lokuðust: Kunni ekki að skipta um gír

Bílstjóri steypubíls kunni ekki að skipta niður í fyrsta gír, þegar hann var að fara upp úr Hvalfjarðargöngunum sunnan megin í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bíllinn stöðvaðist ofarlega í göngunum. Myndaðist löng biðröð fyrir aftan bílinn sem sat fastur við efstu beygju.

Neyðarlínan tilkynnti vaktmönnum í gjaldskýli Hvalfjarðarganganna um atburðinn og lokuðu þeir göngunum strax fyrir frekari umferð. Eftir að þeir bílar, sem sátu fastir fyrir aftan steypubílinn, komust framúr og út úr göngunum var bíllinn látinn renna aftur á bak í næsta útskot. Var það um hálfur kílómetri. Því næst var fenginn vanur bílstjóri frá Borgarnesi til að keyra bílinn upp úr göngunum.

Af öryggisástæðum var lokað fyrir umferð í báðar áttir í tæpan hálftíma. Engin slys eða óhöpp urðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert