Árekstur dráttarvélar og fólksbifreiðar varð við Reyki, á Skálholtsvegi, í dag, með þeim afleiðingum að dráttarvélin valt. Var ökumaður dráttarvélarinnar fluttur lítillega slasaður með sjúkrabíl á Landsspítala-háskólasjúkrahús, að sögn lögreglunnar á Selfossi.
Þá varð fjögurra bíla árekstur á Suðurlandsvegi síðdegis í dag. Engin slys urðu á fólki og ætluðu ökumenn að leysa úr málunum sjálfir, að sögn lögreglunnar á Selfossi