Mannlaus strætó fór af stað í Kópavogi

Strætisvagninn sem rann af stað.
Strætisvagninn sem rann af stað. mbl.is/Árni Torfason

Mannlaus strætisvagn rann af stað á stoppistöðinni á Kópavogshálsi og endaði utan brautar við Borgarholtsbraut. Hann skemmdist eitthvað en var ökufær. Vagninn var samt tekinn úr akstri.

Atvikið átti sér stað um klukkan 18 og vildi óhappið til rétt eftir að vagnstjórinn hafði farið frá borði. Rann vagninn þá af stað til vesturs og inn á Borgarholtsbraut og síðan útaf henni. Reyndi vagnstjórinn að hlaupa stætóinn uppi er hann varð þess var sem verða vildi en án árangurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert