Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver er væntanlegur hingað til lands og verður hér dagana 4. til 7. ágúst. Tilefnið er umfjöllun um eldamennsku hans í ástralska tímaritinu Delicious.
Að sögn Leifs Kolbeinssonar, eiganda veitingastaðarins La Primavera, ætlar Jamie að matreiða að einhverjum hluta úr íslensku hráefni, meðal annars fiskisúpu úr íslenskum fiski.
Jamie Oliver hefur séð um ótal matreiðsluþætti undir nafninu Kokkur án klæða (Naked chef) og Oliver's Twist og hafa þeir verið sýndir hér á landi.