Forsætisráðherrar á ferð í Mývatnssveit

mbl.is/Birkir Fanndal

Forsætisráðherrar Norðulandanna fimm eru nú á ferð um Norðurland en þeir áttu fund í gær í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði. Í dag skoðuðu forsætisráðherrarnir og fylgdarlið þeirra Goðafoss og Mývatn og var þessi mynd tekin við jarðböðin í Mývatnssveit um hádegisbil. Hlýtt var við Mývatn í dag eins og víðast hvar á landinu og þar var 18 stiga hiti klukkan 12. Frá vinstri á myndinni eru Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands og Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert