Erlendir þjóðarleiðtogar hafa sent Davíð kveðju

Görans Persson, forsætisráðherra Svía, og Anitra Steen, kona hans, heimsóttu …
Görans Persson, forsætisráðherra Svía, og Anitra Steen, kona hans, heimsóttu Davíð Oddsson um síðustu helgi. mbl.is/Árni

Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, heilsast vel og hefur bati hans verið í samræmi við væntingar lækna, að því er kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Þar kemur fram að Davíð hafi að undanförnu borist fjölmargar kveðjur frá erlendum þjóðarleiðtogum. M.a. hafa George W. Bush, Bandaríkjaforseti, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sent Davíð bréf og í dag átti hann samtal við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Forsætisráðherrar Norðurlandanna hafa allir sent Davíð kveðju sína og borist hafa kveðjur frá Adrian Nastase, forsætisráðherra Rúmeníu, Wesley Clark, hershöfðingja og fyrrum yfirmanni herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu. Einnig hefur forsætisráðherra Slóveníu tvívegis hringt til Davíðs, að því er kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert