Stærsta bonsai-tré á Íslandi sýnt

Sýning á svonefndum bonsai-trjám hefst á laugardag í Blómavali við Sigtún í Reykjavík. Um 20 stærri tré af mismunandi tegundum verða sýnd auk margra smærri trjáa. Meðal trjánna er 1,5 metra há ficus retusa planta sem talin er vera stærsta bonsai-tré sem sést hefur á Íslandi og var í vikunni flutt inn sérstaklega fyrir sýninguna. Samkvæmt upplýsingum frá Blómavali er tréð 40 ára gamalt, upprunið í Kína og þar hafi verið nostrað við það áratugum saman til að ná fram hinum sérstaka vexti bonsai-trjáa.

Blöð og rætur bonsai-trjáa eru klippt reglulega þannig að plönturnar ná ekki fullri hæð, en eru eins í útliti og venjulegar plöntur, aðeins í smærri mynd. Ræktun bonsai-trjáa er vinsæl í Japan þar sem vel heppnuð tré eru gjarnan erfðagripir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert