Fischer í viðtali á Útvarpi Sögu

Bobby Fischer.
Bobby Fischer. AP

Bobby Fischer hringdi í morgun í Útvarp Sögu og ræddi þar við Sigurð G. Tómasson, útvarpsmann, Hrafn Jökulsson, varaforseta Skáksambands Íslands og Sæmund Pálsson en viðtalið var fyrir milligöngu hans. Fischer situr í varðhaldi í Japan og á yfir höfði sér að verða framseldur til Bandaríkjanna. Hefur hann hringt í Sæmund nokkrum sinnum síðustu daga.

Fischer sagði m.a. í viðtalinu, að hann hefði fengið bréf í morgun þess efnis, að bandarískir embættismenn hefðu fallist á að senda mann á hans fund og þá myndi honum hugsanlega gefast kostur á að afsala sér bandarískum ríkisborgarrétti.

Fischer sagðist ekki hafa hug á því að setjast að á Íslandi. Honum hafi líkað vel á Íslandi en þar sé heldur kalt og þar sé einnig bandarísk herstöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert