Gífurlegur mannfjöldi fylgdist með lokaatriði Menningarnætur í Reykjavík, flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Áður voru haldnir tónleikar á vegum Rásar 2 á Miðbakkanum og lauk þeim með, því að Bubbi Morthens, söngvari hljómsveitarinnar Ego, taldi niður í flugeldasýninguna. Veðrið var eins og best var á kosið í kvöld og varð það án efa til þess að fleiri lögðu leið sína í miðborgina en ella.