John McCain fékk sér sundsprett í Bláa lóninu

John McCain fékk sér sundsprett í Bláa lóninu í morgun.
John McCain fékk sér sundsprett í Bláa lóninu í morgun. Víkurfréttir

John McCain, öldungadeildarþingmaður, sem fer fyrir bandarísku þingnefndinni, sem kom hingað til lands í morgun, vakti athygli þegar hann fékk sér sundsprett ásamt fleira fólki úr nefndinni í Bláa lóninu. Nefndin hyggst eiga þar fund með íslenskum ráðherrum í hádeginu í dag. Með í för er Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú og núverandi öldungadeildarþingmaður, en hún nýtti tækifærið við komuna og kynnti sér staðinn.

Nefndin ætlar meðal annars að ræða um stöðu varnarmála á Íslandi, málefni er varða heimskautasvæði, loftslagsbreytingar og kynna sér orkumál. Nefndin heldur af landi brott síðar í dag. Þá hyggst Hillary hitta Bill Clinton, eiginmann sinn, sem einnig er staddur hér á landi, síðdegis og fara með honum til Írlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert