Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur nú eftir hádegið verið í miðborg Reykjavíkur. Hann heimsótti m.a. Listasafn Reykjavíkur í Tryggvagötu, gekk síðan eftir götunni í góða veðrinu og veifaði til vegfarenda og heilsaði sumum. Bílalest Clintons beið hans við Bæjarins bestu í Tryggvagötu en þar kom forsetinn fyrrverandi við og fékk sér heita pylsu áður en hann steig inn í bíl sinn. Á myndinni sést Clinton árita eintak af ævisögu sinni fyrir konu utan við Listasafn Reykjavíkur og íslenskir og bandarískir öryggisverðir fylgjast grannt með.