Axarmaðurinn yfirheyrður í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði er nú að yfirheyra manninn sem réðist að tveimur mönnum með öxi við veitingastaðinn A. Hansen í gærkvöldi. Lögreglan hefur einnig kallað fyrir vitni að atburðinum og að sögn varðstjóra er nokkuð ljóst að krafist verði gæsluvarðhalds yfir árásarmanninum.

Að sögn lögreglu skaðaði maðurinn tvo menn í árásinni, þann sem hann hugðist höggva og annan mann að auki, sem stóð fyrir aftan hann þegar hann reiddi öxina til höggs og fékk því verkfærið einnig í höfuðið. Sá fyrrnefndi er enn á sjúkrahúsi, en hinn fékk að fara heim eftir skoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert