Aðeins endurbætur á núverandi vegleið Gjábakkavegar viðunandi

Náttúruverndarsamtök Íslands telja að vegna endurbóta á Gjábakkavegi milli Þingvalla og Laugarvatns séu allar útfærslur á vegleiðum óviðunandi nema endurbætur á núverandi vegi; aðrar útfærslur hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því beri að hafna þeim.

Samtökin telja jafnframt að kröfur um vegflokk C1 og hönnunarstaðal fyrir 90 km/klst séu á nýjum vegstæðum séu óhóflegar og í engu samræmi við þarfir þess hóps vegfarenda sem nýtir leiðina, en ætla megi að um 90% af vegfarendum séu ferðamenn og sumarbústaðaeigendur.

Í staðinn beri að endurbyggja núverandi Gjábakkaveg samkvæmt C2 hönnunarstaðli og 50-70 km/klst umferðarhraða, líkt og gert hafi verið með veginn innan þjóðgarðsins á Þingvöllum og Grafningsveg.

Athugasemdir Náttúruverndarsamtakanna við skýrslu um umhverfisáhrif endurbóta á Gjábakkavegi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka