Jarðýta féll af festivagni á Fífuhvammsvegi

mbl.is/Gunnlaugur Einar Briem

Jarðýta féll af festivagni dráttarbíls á Fífuhvammsvegi í Kópavogi rétt upp úr klukkan fimm síðdegis.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Kópavogi var dráttarbíll á leið niður (vestur) Fífuhvammsveg í gegnum Lindahverfið og beygði við umferðarljós í átt til Reykjavíkur þegar jarðýtan hreyfðist til á festivagni dráttarbílsins með fyrrgreindum afleiðingum. Engin slys urðu á fólki en Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út t.þ.a. hreinsa upp olíu, sem lak úr jarðýtunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert