Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hefur skipað Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann utanríkisráðherra, í framkvæmdanefnd um einkavæðingu, samkvæmt tilnefningu Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra.
Illugi tekur sæti Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra, sem hefur að eigin ósk verið veitt lausn frá störfum í nefndinni. Hann var formaður nefndarinnar frá febrúar 2002 þar til í september sl. en þá tók Jón Sveinsson við formennsku.