Vilja nýja göngubrú yfir Ölfusá

Ölfusá við Selfoss.
Ölfusá við Selfoss. mbl.is

Sjálfstæðismenn á Selfossi vilja að flýtt verði byggingu göngubrúr yfir Ölfusá, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Sjálfstæðisfélaginu Óðni á Selfossi. Félagsmenn telja núverandi ástand vera óviðunandi.

Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi haldinn þann 7. október 2004, skorar eindregið á samgönguráðherra og þingmenn Suðurkjördæmi að flýtt verði gerð sjálfstæðrar göngubrúar yfir Ölfusá.

Fundurinn telur að með tilkomu göngubrúar yfir Ölfusá aukist öryggi gangandi vegfarenda til mikilla muna. Einnig væri með þessu hægt að breikka núverandi brú fyrir bílaumferð og þar með gera leiðina greiðfærari og öruggari. Telur fundurinn núverandi ástand vera óviðunandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert