Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl

Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl við Rimasíðu á Akureyri um hálfsjöleytið í kvöld. Ökumaður bílsins var að bakka úr stæði þegar hann lenti á drengnum með fyrrgreindum afleiðingum. Að sögn lögreglu voru meiðsl drengsins ekki talin alvarleg en hjálmur á höfði barnsins brotnaði við höggið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert