Sex menn frá byggingarverktakanum G.Þorsteinsson ehf voru hætt komnir við Almannaskarð í gær þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sprengdi síðasta haftið í Almannaskarðsgöngum 13 mínútum fyrr en áætlað hafði verið. Frá þessu greinir Horn.is.
Að sögn Bjarkar Pálsdóttur hjá G.Þorsteinsson ehf voru mennirnir að steypa vegskála við norðurenda ganganna og vissu ekki betur en að sprengt yrði kl. 15. Enginn lét þá vita að sprengingunni hefði verið flýtt um 13 mínútur. Þeir voru mjög nálægt staðnum sem sprengt var á og rigndi grjótinu yfir þá. Mennirnir kostuðu sér niður og skýldu sér fyrir grjótregninu og sluppu allir ómeiddir.