Vörður ályktar um Símann og fjölmiðla

„Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, telur mikilvægt að einkavæðingarnefnd hefji sem fyrst ferlið að sölu Símans og fyrirtækið verði einkavætt. Sérstaklega er mikilvægt að flýta ferlinu í ljósi kaupa Símans á ráðandi hlut í Skjá 1. Kaup ríkisfyrirtækis á ráðandi hlut í einkafyrirtæki með þeim hætti sem hér um ræðir stríðir að mati Varðar gegn þeirri hugmyndafræði sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur starfað eftir og haft að leiðarljósi allt frá stofnun árið 1929.

Vörður telur ennfremur rétt að minna á mikilvægi þess að ríkið dragi sig út úr rekstri fjölmiðla. Mikilvægt er að einkavæða Ríkisútvarpið. RÚV í þeirri mynd sem það er í í dag er tímaskekkja. Það vinnur algjörlega gegn okkar hugsjónum að ríkisvaldið reki fjölmiðla fyrir skattpeningana okkar þegar einkaaðilar geta staðið í slíku. Það er engin þörf á því að ríkið standi í fjölmiðlarekstri í samkeppni við einkaaðila,“ að því er segir í ályktun Varðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert