Kærður fyrir að aka með þokuljós í Keflavík

Bíl­stjóri var stöðvaður og kærður fyr­ir ranga ljósa­notk­un í um­dæmi lög­regl­unn­ar í Kefla­vík í nótt. Ók hann með þoku­ljós tendruð auk aðalljósa þótt eng­in þokan væri.

Að sögn lög­regl­unn­ar er ein­ung­is heim­ilt að hafa þoku­ljós­in tendruð á bif­reiðum í þoku eða afar slæmu skyggni. Því var ekki fyr­ir að fara og því var maður­inn kærður.

Þá voru tveir öku­menn kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur á Reykja­nes­braut í nótt. Mæld­ist sá sem hraðar ók á 114 km/​klst hraða þar sem há­marks­hraði er 90 km.

Skrán­ing­ar­núm­er voru klippt af tveim­ur bif­reiðum vegna van­rækslu eig­enda þeirra á vá­trygg­ing­ar­skyldu og van­rækslu á að mæta til skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert