Kærður fyrir að aka með þokuljós í Keflavík

Bílstjóri var stöðvaður og kærður fyrir ranga ljósanotkun í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í nótt. Ók hann með þokuljós tendruð auk aðalljósa þótt engin þokan væri.

Að sögn lögreglunnar er einungis heimilt að hafa þokuljósin tendruð á bifreiðum í þoku eða afar slæmu skyggni. Því var ekki fyrir að fara og því var maðurinn kærður.

Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt. Mældist sá sem hraðar ók á 114 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.

Skráningarnúmer voru klippt af tveimur bifreiðum vegna vanrækslu eigenda þeirra á vátryggingarskyldu og vanrækslu á að mæta til skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert