Deilt um hvort borgarstjóri eigi að koma úr röðum borgarfulltrúa

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, sló því nánast föstu í Kastljósi í gær að nýr borgarstjóri kæmi úr röðum borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans.

Framsóknarfélag Reykjavíkurkjördæmis norður samþykkti hins vegar ályktun í gærkvöldi um að það væri krafa "framsóknarmanna að leitað verði nýs borgarstjóra utan raða kjörinna borgarfulltrúa".

Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Morgunblaðið þegar hún var spurð um ályktun félagsins, að það væri ekki góður kostur ef hugsað væri um hagsmuni Reykjavíkurborgar á þeim stutta tíma sem eftir er af kjörtímabilinu.

Dagur ekki borgarstjóri

Forystumenn R-listans munu koma saman til fundar í dag til að ræða eftirmann Þórólfs Árnasonar. Málið hefur verið rætt óformlega síðustu daga, en niðurstaða er ekki fengin. Tillaga hefur verið gerð um að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við af Þórólfi, en framsóknarmenn hafa alfarið hafnað henni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert