Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, sló því nánast föstu í Kastljósi í gær að nýr borgarstjóri kæmi úr röðum borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans.
Framsóknarfélag Reykjavíkurkjördæmis norður samþykkti hins vegar ályktun í gærkvöldi um að það væri krafa "framsóknarmanna að leitað verði nýs borgarstjóra utan raða kjörinna borgarfulltrúa".
Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Morgunblaðið þegar hún var spurð um ályktun félagsins, að það væri ekki góður kostur ef hugsað væri um hagsmuni Reykjavíkurborgar á þeim stutta tíma sem eftir er af kjörtímabilinu.