Ákveðið var á fundi í verkfallsmiðstöð kennara í morgun, að halda á Austurvöll til að mótmæla lagasetningu á verkfall grunnskólakennara en þingfundur stendur nú yfir á Aþingi þar sem fyrsta umræða fer fram um lagafrumvarpið. Segir á vef Kennarasambands Íslands, að kennarar hafi brugðist ókvæða við á fundinum í morgun og er haft eftir Eiríki Jónssyni, formanni KÍ, að skólastarf verði í gíslingu út skólaárið verði frumvarpið samþykkt óbreytt.