Eldsvoði í JL-húsinu í nótt

Rúða sprakk út úr Nóatúnsversluninni þegar slökkviliðsmenn bar að garði.
Rúða sprakk út úr Nóatúnsversluninni þegar slökkviliðsmenn bar að garði. mbl.is/Júlíus

Allar vörur í verslun Nóatúns í JL-húsinu eyðilögðust af völdum hita og reyks í nótt, þegar eldur braust út í hluta verslunarinnar. Allt tiltækt slökkvilið, auk aukavaktar, var kallað á staðinn og var komið á vettvang kl. 0.47, en tilkynning hafði borist kl. 0.41, að sögn vaktstjóra slökkviliðs. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og lauk því um þremur tímum seinna. Hann segir að um það leyti er slökkviliðið hafi borið að hafi rúða sprungið á versluninni og eldhafið brotist út.

Mönnum stafaði ekki hætta af eldinum, enda verslunin mannlaus. Reyklosa þurfti þó stigagang og efri hæðir JL-hússins. Að sögn vaktstjóra slökkviliðs kviknaði eldurinn í kringum kjötborð verslunarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka