Mótmæla tillögu um að banna auglýsingar á óhollum matvörum

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gagnrýnd er tillaga þingmanna Samfylkingarinnar um að leggja bann við auglýsingum á óhöllum matvörum í fjölmiðlum.

„Leitt er að ávallt sé að forræðishyggja sé svo ofarlega í huga vinstrimanna. Alltaf þarf að hafa vit fyrir fólki, hvað það gerir í sínu einkalífi. Segja má með sanni að þarna sýni Samfylkingin loks sitt eina og rétta andlit. Um er að ræða allverulega frelsisskerðingu í frumvarpinu. Fólk verður að standa sjálft vörð um heilsu sína, það er út í hött að ríkið geri það með svona lagarömmum eins og lagt er til,“ segir í samþykkt Varðar.

Þá lýsir Vörður yfir stuðningi sínum við byggingu 7 hæða íbúðarhúsnæðis á Baldurshagareitnum á Akureyri. Þó þykir félaginu leitt að hætt hafi verið hugmyndir um byggingu 12 hæða byggingar á reitnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert