Fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 5 piltum

Rúmlega þrítugur fyrrverandi lögreglumaður á Patreksfirði, Sigurbjörn Sævar Grétarsson, var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðisbrot gegn fimm piltum.

Sigurbjörn var og dæmdur til að borga piltunum samtals rúmar 2,4 milljónir króna í miskabætur. Þar af þremur sínar 700 þúsund krónurnar hverjum, einum 300 þúsund og þeim fimmta 50 þúsund.

Hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö unglingsdrengjum en sýknaður af broti gegn tveimur þeirra.

Lögreglan gerði húsleit á heimili mannsins á Patreksfirði í desember í fyrra og var einnig leitað í félagsmiðstöð bæjarins þar sem maðurinn starfaði. Hann var í kjölfarið yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald um tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert