Beit leigubílstjóra í hálsinn

Maður, sem var farþegi í leigubíl í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt, beit leigubílstjórann í hálsinn með þeim afleiðingum að húðflipi á hálsi hans losnaði, að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Atvikið átti sér stað eftir að ágreiningur reis milli mannanna um ökugjald fyrir aksturinn. Leigubílstjórinn fór til skoðunar á slysadeild vegna bitsins, en farþeginn gistir nú fangageymslur lögreglu.

Þá var bifreið ekið á staur á Laugaveg við Kringlumýrarbraut um tvöleytið í nótt. Ökumaður bílsins var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, en lögregla segir meiðsl hans ekki hafa verið talin alvarleg. Bíllinn skemmdist mikið.

Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglu víða um land og fór skemmtanahald vel fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka