Davíð Oddsson: Nota mætti sölu Símans til að byggja nýtt sjúkrahús

Davíð Oddsson á fundinum í Valhöll í dag.
Davíð Oddsson á fundinum í Valhöll í dag. mbl.is/Þorkell

Davíð Odds­son, ut­an­rík­is­ráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, varpaði fram þeirri hug­mynd, á opn­um stjórn­mála­fundi á veg­um flokks­ins í Val­höll í dag, að fjár­magn sem ríkið fengi við vænt­an­lega sölu á Sím­an­um yrði notað til eins stórs verk­efn­is, svo sem til þess að byggja nýtt og stórt sjúkra­hús sem erfitt væri að reisa á löng­um tíma með fram­lög­um á fjár­lög­um.

Davíð sagði að sal­an á Sím­an­um væri síðasta stóra einka­væðing rík­is­ins og auðvitað væri mjög freist­andi til að nota þá fjár­muni til að greiða niður skuld­ir þjóðarbús­ins eins og áður hefði verið gert. En jafn­framt gæf­ist tæki­færi til að veita því fjár­magni, sem þannig feng­ist, í eina átt; að leysa úr læðingi sparnað, sem eitt rík­is­fyr­ir­tæki hefði sparað, og veita hon­um í önn­ur mál, sem erfitt væri að byggja upp á löng­um tíma.

„Því ekki að nota lung­ann úr þeirri sölu í átak af þessu tagi: Að byggja upp stórt sjúkra­hús," sagði Davíð og bætti við, að ef til vill hefði þess­ari hug­mynd verið sprautað í æðar sín­ar þegar hann lá á Land­spít­al­an­um-há­skóla­sjúkra­húsi í sum­ar og haust.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert