Útsendingar Radíós Reykjavíkur stöðvaðar

Útsendingar útvarpsstöðvarinnar Radíó Reykjavík FM 104,5 hafa legið niðri undanfarna daga, og hyggst nýr eigandi rifta kaupsamningi sem gerður var í desember sl. vegna þess að stöðin hafi ekki tilskilin leyfi til útvarpsreksturs. Ekki er vitað hvort eða hvenær stöðin fer aftur í loftið.

Jón Hlíðar Runólfsson keypti stöðina 5. desember sl., og segir að sér hafi verið sagt að stöðin hefði tilskilin leyfi; útvarpsleyfi og leyfi frá Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF). Jón segir STEF hafa sett lögbann á stöðina vegna þess að leyfi sé ekki til staðar, auk þess sem stöðin skuldi útvarpsleyfi, og því ekki annað að gera en að rifta samningum um kaup. Guðmundur Týr Þórarinsson, stofnandi stöðvarinnar, segir að hún muni fara í loftið aftur, um tímabundna erfiðleika sé að ræða, en hann vildi ekki fara nánar út í hvenær eða undir hvers stjórn það mundi verða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka