Yfir 90% innflytjenda vilja læra íslensku betur

39% innflytjenda hér á landi hafa hug á að hefja …
39% innflytjenda hér á landi hafa hug á að hefja eigin rekstur.

Tæp­lega helm­ing­ur inn­flytj­enda hér á landi tel­ur að stjórn­mála­flokk­ar standi sig illa í að kynna sig og sín mál­efni fyr­ir fólki sem skil­ur litla ís­lensku og 39% þeirra hafa hug á að stofna eigið fyr­ir­tæki. 92% þeirra hafa áhuga á að læra ís­lensku bet­ur. Eru þetta niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar sem gerð var á viðhorf­um og aðstæðum inn­flytj­enda á Vest­fjörðum og Aust­ur­landi.

Könn­un­in var lögð fyr­ir inn­flytj­end­ur sem þurfa at­vinnu- og dval­ar­leyfi áður en komið er til lands­ins og tala pólsku, ensku, taí­lensku, serbnesku eða króa­tísku. „Mér finnst standa upp úr hvað er mikið frum­kvæði í þess­um hópi en 39% hafa hug á að hefja eig­in rekst­ur eða stofna fyr­ir­tæki. Við ætt­um að skoða hvort þarna séu ekki tæki­færi til að virkja fólk,“ seg­ir Elsa Arn­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fjöl­menn­inga­set­urs­ins.

Bend­ir hún líka á að það sé slá­andi að 80% svar­enda hafi gert ráðning­ar­samn­ing á vinnustað sín­um en um 62% hafi ekki skilið samn­ing­inn að hluta til eða öllu leyti.

„Það vant­ar greini­lega meiri tæki­færi til að læra tungu­málið en 92% þátt­tak­enda vilja læra betri ís­lensku. Við þurf­um líka að huga að fjöl­breytni þar, það er mis­jafnt hvað fólk þarf mik­inn stuðning til að læra nýtt mál. Það hef­ur mis­mik­inn tíma, ólík­an bak­grunn og mennt­un og svo skipt­ir líka máli hvort móður­mál þess er líkt eða ólíkt ís­lensku.“

Svör­un­in í könn­un­inni var um 58% og seg­ir Elsa það ánægju­legt hvað hún hafi verið mik­il, niður­stöðurn­ar séu því góð vís­bend­ing um hvar þurfi að vinna bet­ur að mál­efn­um inn­flytj­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert