Ísland ekki á nýja listanum

Eins og komið hefur fram, hefur Bandaríkjastjórn sett saman nýjan lista yfir þau ríki, sem styðja hernaðaraðgerðirnar í Írak, og er á honum aðeins getið þeirra, sem eru með herlið í landinu.

Upphaflega studdu 45 ríki innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak en 15 þeirra vildu samt ekki vera á þeim lista, sem Bandaríkjastjórn birti yfir stuðningsríkin. Þau voru því 30, þar á meðal Ísland, en á nýja listanum, sem miðaður er við 15. janúar síðastliðinn að því er fram kemur hjá samtökunum GlobalSecurity, eru þau 28 og eins og fyrr segir og aðeins þau, sem leggja til herlið. Fer hann hér á eftir:

Albanía, Armenía, Azerbaídsjan, Ástralía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, El Salvador, Georgía, Holland, Ítalía, Japan, Kasakstan, Konungsríkið Tonga, Lettland, Litháen, Makedónía, Moldóva, Mongólía, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Suður-Kórea, Tékkland, Úkraína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert