Samband ungra sjálfstæðismanna hefur útbúið frumvarp um breytingar á útvarpslögum sem felur í sér að heimilað verði að senda út íþróttaviðburði með lýsingu á öðrum tungumálum en íslensku. Er það skrifað í tilefni af niðurstöðu útvarpsréttarnefndar í í máli á hendur Íslenska sjónvarpsfélaginu, segir í fréttatilkynningu frá sambandinu.
Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að útsendingar á knattspyrnuleikjum í ensku úrvalsdeildinni með lýsingu á ensku væri ekki samrýmanleg útvarpslögum Mælist sambandið til þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggi frumvarpið fram svo skjótt sem auðið er.