Ragnar Axelsson átti blaðaljósmynd ársins 2004

Mynd ársins: Er einhver heima?
Mynd ársins: Er einhver heima? Mynd/Ragnar Axelsson

Mynd Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, sem ber yfirskriftina: Er einhver heima?, var útnefnd mynd ársins 2004 þegar sýning blaðaljósmyndara var opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. Brynjar Gauti Sveinsson, sem einnig er ljósmyndari á Morgunblaðinu, átti fréttamynd ársins sem tekin var í aðdraganda þess að Þórólfur Árnason sagði af sér sem borgarstjóri, og Sverrir Vilhelmsson, Morgunblaðinu, átti myndröð ársins, myndir sem teknar voru á Taílandi af afleiðingum náttúruhamfaranna miklu við Indlandshaf í desember.

Verðlaun voru veitt fyrir ýmsa fleiri myndaflokka og er hægt að skoða verðlaunamyndirnar hér fyrir neðan fréttina. Í dómnefnd sýningarinnar sátu Bjarni Eiríksson fréttaljósmyndari og lögfræðingur, Friðrik Friðriksson kvikmyndagerðarmaður á Stöð 2 og Ari Sigvaldason fréttamaður Ríkissjónvarpsins.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði sýningu blaðaljósmyndara í dag og einnig sérstaka sýningu á myndum Ragnars Axelssonar, sem ber yfirskriftina Framandi heimur. Þar sýnir Ragnar myndir sem almenningur hefur ekki séð áður, þar á meðal frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen um það leyti sem Sovétmenn voru að sleppa tökum á landinu, Krakatá í Indónesíu og Síberíu.

Í tengslum við sýninguna er í fyrsta sinn gefin út bók með myndum ársins 2004 á vegum Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Bókin er tæplega 200 síður í lit en áformað er að slík bók komi út á hverju ári jafnhliða sýningu félagsins og verði seld í verslunum um land allt. Í bókinni eru allar myndirnar á sýningunni í Gerðarsafni og eru myndatextar jafnt á ensku sem íslensku. Íslandsbanki er aðal styrktaraðili þessarar bókar ásamt menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands.

Ljósmyndasýningin verður opin í Gerðarsafni fram í miðjan mars.

Heimasíða Blaðaljósmyndarafélags Íslands

Fréttamynd ársins: Ekki orð!
Fréttamynd ársins: Ekki orð! Mynd/Brynjar Gauti Sveinsson, Morgunblaðinu
Landslagsmynd ársins: Íshlið í handanheimum
Landslagsmynd ársins: Íshlið í handanheimum mynd/Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu
Myndröð ársins: Tsunami.
Myndröð ársins: Tsunami. myndir/Sverrir Vilhelmsson, Morgunblaðinu
Myndröð ársins.
Myndröð ársins. mynd/Sverrir Vilhelmsson
Myndröð ársins.
Myndröð ársins. mynd/Sverrir Vilhelmsson
Myndröð ársins.
Myndröð ársins. mynd/Sverrir Vilhelmsson
Myndröð ársins.
Myndröð ársins. mynd/Sverrir Vilhelmsson
Myndröð ársins.
Myndröð ársins. mynd/Sverrir Vilhelmsson
Myndröð ársins.
Myndröð ársins. mynd/Sverrir Vilhelmsson
Myndröð ársins.
Myndröð ársins. mynd/Sverrir Vilhelmsson
Myndröð ársins.
Myndröð ársins. mynd/Sverrir Vilhelmsson
Þjóðlegasta mynd ársins: Undir hnífinn
Þjóðlegasta mynd ársins: Undir hnífinn Mynd/Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu
Daglegt líf mynd ársins: Hattaball á Grund.
Daglegt líf mynd ársins: Hattaball á Grund. Mynd/Ásdís Ásgeirsdóttir, Morgunblaðinu
Íþróttamynd ársins: Á flugi í Aþenu
Íþróttamynd ársins: Á flugi í Aþenu Mynd/Kjartan Þorbjörnsson (Golli), Morgunblaðinu
Tímaritamynd ársins: Útlit á Innliti.
Tímaritamynd ársins: Útlit á Innliti. Mynd/Hreinn Hreinsson, Fróða
Skopmynd ársins: Dagblaðalestur ekki á undanhaldi.
Skopmynd ársins: Dagblaðalestur ekki á undanhaldi. Mynd/Pjetur Sigurðsson, DV/Fréttablaðinu
Portrettmynd ársins: Heiðar og Hanna
Portrettmynd ársins: Heiðar og Hanna Kjartan Þorbjörnsson/Golli, Morgunblaðinu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert