Óvenjumikið um glitský í vetur

Glitský sem sást frá höfuðborginni í morgun.
Glitský sem sást frá höfuðborginni í morgun. mbl.is/Sigurður Jónas Þorbergsson

Glit­ský­in sem marg­ir höfuðborg­ar­bú­ar dáðust að á leið til vinnu í morg­un eru ekki þau fyrstu sem sjást í borg­inni í vet­ur, að sögn Hall­dórs Björns­son­ar, veður­fræðings á Veður­stofu Íslands. Hall­dór seg­ir að glit­ský hafi sést víðsveg­ar um allt landið í vet­ur. „Við höf­um fengið til­kynn­ing­ar að aust­an og frá Húsa­vík,“ seg­ir Hall­dór og bæt­ir við að að óvenju­mikið hafi verið um þetta í vet­ur. Hann seg­ir að glit­ský séu ekki al­geng sjón en hafi sést mikið að und­an­förnu vegna þess að óvenju kalt hafi verið í heiðhvolf­inu á norður­hjara og því kjör­skil­yrði til mynd­un­ar glit­skýja.

Hall­dór seg­ir að marg­ir hafi sam­band við Veður­stof­una þegar glit­ský sjá­ist. „Við fáum líka tölvu­póst­send­ing­ar með mynd­um,“ seg­ir Hall­dór.

Fróðleik um glit­ský er að finna á vefsíðu Veður­stof­unn­ar. Þar seg­ir að glit­ský séu ákaf­lega fög­ur marg­lit ský sem mynd­ast í heiðhvolf­inu, gjarn­an í um 15 - 30 km hæð. „Glit­ský sjást helst um miðjan vet­ur, um sól­ar­lag eða sól­ar­upp­komu. Lita­dýrð þeirra er mjög greini­leg því þau eru böðuð sól­skini, þótt rökkvað sé eða jafn­vel aldimmt við jörð,“ seg­ir á vefsíðunni.

„Lita­dýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er inn­an á sum­um skelj­um (s.n. "perlu-móður"-lag í perlu­skelj­um), og eru þau í ýms­um tungu­mál­um því nefnd perlumóður­ský.“

„Glit­ský mynd­ast þegar óvenjukalt er í heiðhvolf­inu (um eða und­ir -70 til -90 °C), og eru úr ískristöll­um, eða úr sam­bönd­um ískrist­alla og salt­pét­ursýru-hýdröt­um (t.d. HNO3.3H2O). Þessi síðar­nefndu ský geta valdið ósóneyðingu, en yf­ir­borð ískrist­all­anna get­ur virkað sem hvati í efna­ferli þar sem klór í heiðhvolf­inu breyt­ist í skaðleg ósóneyðandi efni (t.d. klór-mónoxíð ClO).

„Krist­all­arn­ir í skýj­un­um beygja sól­ar­ljósið, en mis­mikið eft­ir bylgju­lengd þess. Þannig beyg­ir blátt ljós meira en rautt. Rauða ljósið kem­ur því til okk­ar und­ir öðru horni en það bláa, þannig að við sjá­um það koma frá öðrum hluta glit­skýs­ins. Litaröðin frá jaðri inn til miðju skýs­ins er stund­um eins og vísu­orðin: gul­ur, rauður, grænn og blár en oft er skýið einnig hvítt í miðju. Lit­irn­ir eru líka háðir stærðardreif­ingu agna í skýj­un­um, þannig að oft má sjá rauða, gula og græna flekki í bland,“ seg­ir enn­frem­ur um glit­ský á vefsíðu Veður­stof­unn­ar.

Marg­ir les­end­ur Morg­un­blaðsins hafa í dag sent mynd­ir af glit­skýj­un­um, sem sáust á höfuðborg­ar­svæðinu í morg­un og fylgja nokkr­ar þeirra hér með.

Glitský sem sást frá höfuðborginni í morgun.
Glit­ský sem sást frá höfuðborg­inni í morg­un. mbl.is/​Lísa Þórðardótt­ir
Perlumóðurský.
Perlumóður­ský. mbl.is/​Birgitta Ína Unn­ars­dótt
Glitský sem sást frá höfuðborginni í morgun.
Glit­ský sem sást frá höfuðborg­inni í morg­un. mbl.is/​Anna Vil­borg Söl­mund­ar­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert