Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að hann telji mjög óhyggilegt að álykta um það á flokksþingi Framsóknarflokksins að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Tillaga um aðildarviðræður er í drögum að utanríkismálaályktun flokksþingsins sem hefst á morgun.
Guðni sagði að þessi tillaga væri sér ekki að skapi og aðspurður sagðist hann halda að flokksmenn teldu hyggilegra að halda þeirri stefnu flokksins, að styrkja EES-samninginn. Ekkert knýi á um aðildarviðræður nú.