Evrópusamtökin hafa sent frá sér tilkynningu þar sem lýst er yfir ánægju með þá miklu umræðu um Evrópumál sem átt hafi sér stað á flokksþingi framsóknarmanna og í tengslum við það í fjölmiðlum og reyndar víða í Evrópu.
Segjast Evrópusamtökin telja það hollt lýðræðinu að ræða þessi mál og hvetja til frekari umræðu hjá stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum.
„Það er ljóst að við lifum í síbreytilegum heimi og því mikilvægt að endurmeta stöðu Íslands reglulega í alþjóðasamstarfi. Það er skylda ráðandi afla í þjóðfélaginu að standa vörð um viðskipta- og efnahagslega hagsmuni Íslands í nútíð og framtíð," segir í tilkynningu samtakanna.